Styrkja heimildamynd um Gulldrengina
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að styrkja framleiðslu heimildamyndarinnar „Gulldrengirnir“. Þeir Þorsteinn Surmeli og Eyþór Sæmundsson munu framleiða myndina.
Samþykkt var að veita verkefninu styrk að fjárhæð kr. 500.000, með fyrirvara um fjármögnun verkefnisins. Helmingur fjárhæðar verði greiddur út við upphaf verksins og helmingur við lok þess.
Lesa má meira um verkefnið hér!