Styrkir til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu
Velferðarráðuneytið hefur tilkynnt um afgreiðslu sína á styrkjum til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu.
Verkefni á vegum Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs hlýtur styrk að upphæð kr. 2.600.000,- til þriggja verkefna:
1. Foreldrafærninámskeið og meðferð.
2. Liðveisla.
3. Þjálfun starfsfólks stofnana.
Bæjarráð Sandgerðis lýsir yfir ánægju sinni með að þrjú af fjórum verkefnum sem sótt var um skuli hafa hlotið styrk.