Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styrkir til menningarmála auglýstir
Fimmtudagur 23. september 2004 kl. 12:39

Styrkir til menningarmála auglýstir

Reykjanesbær hefur auglýst til úthlutunar styrki til menningarmála árið 2004. Að auki er óskað eftir tilnefningum vegna Menningarverðlauna Reykjanesbæjar – Súlunnar, sem veitt er á hverju ári.

Samkvæmt nýjum reglum Menningarsjóðs eru styrkir auglýstir í september ár hvert en fjárframlag til sjóðsins er samkvæmt fjárhagsáætlun ár hvert úr Manngildissjóði auk þess sem sjóðurinn tekur við frjálsum framlögum sem ætluð eru til menningarmála í Reykjanesbæ. Markmið verkefna og áætlanir um framkvæmd þeirra skulu vera skýrar og raunhæfar hvað varðar kostnað, tímasetningar og kröfur til ábyrgðarmanna. Einnig skal listrænt og/eða fræðilegt gildi verkefnisins vera ljóst og sýnt fram á að styrkurinn sé líklegur til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ.

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefur óskað eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Reykjanesbæjar - Súlunnar árið 2004. Veittar eru tvær viðurkenningar hverju sinni, aðra viðurkenninguna hlýtur einstaklingur/hópur sem unnið hefur vel að menningarmálum í bænum og hina hlýtur fyrirtæki/hópur sem stutt hefur við menningarlíf bæjarins með fjárframlögum eða öðrum hætti. Tilnefningum skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa Tjarnargötu 12 fyrir 21. október n.k.. Einnig er tekið á móti tilnefningum á netfangið: [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024