Styrkir til ferðamannastaða á Reykjanesi
- til byggingar upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og fuglaskoðunarhúss á Fitjum í Njarðvík
Tveir styrkir komu til Suðurnesja úr Framkvæmdastjóri ferðamannastaða fyrir árið 2022. Annar til Reykjanes jarðvangs vegna upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og hinn til byggingar fuglaskoðunarhús á Fitjum í Njarðvík.
Reykjanes jarðvangur fær 13,4 milljónir króna til að hefja hönnun og undirbúning að byggingu upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og samræma hana uppbyggingu heildarupplifunarsvæðis. Lögð verður áhersla á að hönnun hússins og staðsetning falli vel að umhverfinu og vinni þannig með heildarásýnd svæðisins. Þá sé gert ráð fyrir að miðstöðin verði miðja upplifunarsvæðis og upphafspunktur fjölda gönguleiða á svæðinu. Verkefnið er á áfangastaðaáætlun svæðisins, bætir úr skorti á grunnþjónustu og aðgengi fyrir alla.
Reykjanesbær – Fuglaskoðunarhús á Fitjum fær kr. 20.000.000 til að bæta aðgengi í Njarðvíkurfitjum til fuglaskoðunar, til að tryggja öryggi gesta og vernda svæðið fyrir ágangi og byggja útsýnispall til fuglaskoðunar og lágmarka rask og truflun fugla á svæðinu. Uppbygging innviða og frágangur á viðkvæmum náttúruskoðunarstað. Verkefnið bætir aðgengi, stuðlar að náttúruvernd og er á áfangastaðaáætlun svæðisins.
Í styrkveitingu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrr á árinu voru framlög til Kinnargjár á Reykjanesi til endurbóta á göngustígakerfi við Brúnna milli heimsálfa, alls 41 milljón kr. Þá voru 2 milljónir króna í framkvæmdir við Útilegumannabæli í landi Húsatófta í Grindavík. Gerð verndaráætlunar fyrir fornleifar og umhverfi hins friðlýsta minjasvæðis á Húsatóftum.