Stýrihópur vinni Hjólreiðaáætlun Reykjanesbæjar
Formaður umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar lagði á síðasta fundi ráðsins fram tillögu um skipun stýrihóps sem vinni tillögu að Hjólreiðaáætlun Reykjanesbæjar 2022–2026 og leggi fyrir umhverfis- og skipulagsráð.
Hjólreiðaáætlunin verði hluti af heildarsýn á samgöngur, þróun byggðar og lífsgæði í fjölbreyttu sveitarfélagi í takti við svæðisskipulag Suðurnesja, aðalskipulag Reykjanesbæjar og umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar.
Meginmarkmið hjólreiðaáætlunarinnar verði að efla hjólreiðar í Reykjanesbæ með því að þétta og bæta hjólanetið í bænum og bæta tengingar við nágrannasveitarfélög. Í áætluninni verði staðan greind og sett fram framtíðarsýn fyrir hjólreiðauppbyggingu í Reykjanesbæ með mælanlegum markmiðum til ársins 2026 auk þeirra framkvæmda og aðgerða sem stefnt er að á tímabilinu.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillöguna og skipar Eysteinn Eyjólfsson og Róbert J. Guðmundsson í stýrihópinn.