Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stýrihópur um úrvinnslu áfalla í Sandgerði
Laugardagur 22. október 2011 kl. 09:42

Stýrihópur um úrvinnslu áfalla í Sandgerði

Svandís Svavarsdóttir, menntamálaráðherra, fundaði í Sandgerði í gær ásamt tveimur fulltrúum ráðuneytisins með stýrihópi um úrvinnslu áfalla sem settur var á laggirnar í kjölfar andláts Dagbjarts Arnarssonar í síðasta mánuði.

Á vef Sandgerðis kemur fram að hópurinn stendur saman af fulltrúum grunnskólans, félagsþjónustunnar, kirkjunnar, heilsugæslunnar, skólaskrifstofu og bæjarskrifstofu auk sálfræðings sem m.a. hefur sérhæfingu í úrvinnslu áfalla.

Starfar stýrihópurinn út frá svokölluðum viðlagahring sem byggist upp á eftirfarandi sjö þáttum; meðvitund um hættur, forvörnum, viðbúnaði, áföllum, fyrstu viðbrögðum, endurreisn og lærdómi.

Fram kemur að fundurinn með ráðherra hafi verið mjög gagnlegur og hún hafi lýst yfir stuðningi ráðuneytisins við starf stýrihópsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024