Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stykki úr hjólbarða skaust upp í væng
Þriðjudagur 15. júlí 2008 kl. 11:49

Stykki úr hjólbarða skaust upp í væng

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stykki úr hjólbarða skaust upp í væng þotu Iceland Express, þegar hjólbarðinn sprakk í lendingu á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag í gær. Því var nauðsynlegt að gera við vænginn og yfirfara vélina. Þetta hefur valdið því að talsverðar tafir hafa orðið á flugi Iceland Express í dag.


Flug til Frankfurt í Þýskalandi sem átti að fara kl. 07 í morgun fer ekki fyrr en kl. 16 dag. Í dag er unnið að því að vinna upp seinkanir sem orðið hafa á flugi félagsins og í samtali við mbl.is í dag segir Lára Ómarsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express að flug verði orðið eðlilegt síðdegis.


Vélin sem sprakk á var að koma frá London með 148 manns innanborðs. Annað hjólið undir hægri væng sprakk skömmu eftir lendingu en hitt hjólið sprakk þegar vélin var komin út á akbraut flugvéla sem liggur við hlið flugbrautar. Af myndum sem ljósmyndari Víkurfrétta tók af hjólabúnaði vélarinnar má draga þá ályktun að hjólið hafi setið fast og dregist eftir flugbrautinni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson