Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styður barn með krabbamein í augum
Miðvikudagur 16. september 2015 kl. 20:26

Styður barn með krabbamein í augum

- Enn berast fjármunir í söfnun Umhyggjugöngu Sigvalda

„Ég vil helst bara raka það af, ég vil ekki sjá hárið detta af henni. Hún er með svo mikið hár í hnakkanum. Svona eins og lítið skott. Ég er bara glöð að hún sé svona ung. Svo hún þurfi ekki að muna eftir þessu,“ segir Guðlaug Erla Björgvinsdóttir á fésbókarsíðu Umhyggjugöngunnar frá Keflavík til Hofsóss.

Í kvöld fór göngugarpurinn og lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson og hitti nýja vinkonu sína, hana Ólavíu Margréti Óladóttur og Guðlaugu mömmu hennar. Ólavía Margrét var greind með krabbamein í öðru auganu þegar hún var aðeins viku gömul, en Ólavía er 2 mánaða gömul í dag.

Fyrir nokkrum dögum kom í ljós að meinið finnst einnig í hinu auganu, auganu sem talið var heilbrigt.

Álagið er mikið á foreldrunum sem eru ung að árum, Guðlaug er aðeins 19 ára gömul. Til að létta af þeim fjárhagsáhyggjum hóf Kristín Jóna, vinkona Guðlaugar og Ólavíu söfnun fyrir þær.

Ólavía er í lasermeðferð og þess vegna þarf hún að fara út til Svíþjóðar á þriggja vikna fresti í viku í senn. Hversu lengi Ólavía þarf að gangast undir þessa meðferð ræðst af því hvernig bati hennar gengur.

Eins og áður hefur komið fram þá er Sigvaldi Arnar í sambandi við aðila sem vill ólmur taka þátt í þessu verkefni hans, sem upphaflega snerist um að ganga til styrktar Umhyggju.

Sigvaldi Arnar afhenti Ólavíu litlu 150.000.-kr. í dag sem eiga eftir að koma að góðum notum.

„Ég vill hvetja aðra til að styrkja þær mæðgur og hér að neðan má sjá upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu. Reikningsnúmerið er 0142-05-073060 og kennitala Guðlaugar er 090396-3239 en reikningurinn er á hennar nafni,“ segir Sigvaldi Arnar Lárusson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024