Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styðja lagasetningu um rekstur gagnavers
Miðvikudagur 30. desember 2009 kl. 13:01

Styðja lagasetningu um rekstur gagnavers

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir yfir stuðningi við fyrirhugaða lagasetningu um rekstur gagnavers Verne-holding á Suðurnesjum. Neikvæð umfjöllun síðustu daga um eignarhald félagsins hefur leitt umræðuna frá kjarna málsins, sem er uppbygging nýrra atvinnutækifæra á Suðurnesjum og fyrir landið í heild, segir í tilkynningu sem birt er á vefsvæði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Mikilvægt er að ráðamenn, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum landsins,vinni að verðmætasköpun og öflun nýrra atvinnutækifæra í þeim tilgangi að reisa íslenskt efnahagslíf við eftir þrengingar síðustu ára. Reiði og vonbrigði í garð tiltekinna einstaklinga má ekki leiða til þess að góð tækifæri,sem skapað geta verðmæti til framtíðar, fari forgörðum,“ segir í tilkynningunni.