Styðja baráttu gegn fíkniefnum
Grindavíkurbær, Hitaveita Suðurnesja og Bláa Lónið hf. styðja PATH-verkefnið sem er átak ungs fólks í Evrópu sem berst gegn fíkniefnanotkun.Stofnráðstefna PATH var fyrir skömmu haldin á Íslandi. Að því tilefni kom stór hópur ungs fólks frá Evrópu til landsins, til að undirbúa ráðstefnuna, sem haldin var í júlí.Grindavíkurbær, Hitaveita Suðurnesja og Bláa Lónið hf. buðu hluta hópsins til sín í fræðslu og slökunarferð. Hópurinn skoðaði jarðfræðisýningu Hitaveitunnar, „Gjána“, fór í bað í Bláa Lóninu og fékk sér að borða þar. Hópurinn lét mjög vel af heimsókn sinni til Grindavíkur. PATH hópurinn (Pallas Athena Thor) var stofnaður að frumkvæði Jafningjafræðslunnar á Íslandi og er markmiðið að fá ungt fólk um alla Evrópu til að fræða annað ungt fólk um skaðsemi fíkniefna. Nýlega veitti Nelson Mandela, forseti Suður Afríku, félagsskapnum blessun sína.