Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 8. ágúst 2000 kl. 13:23

Styðja baráttu gegn fíkniefnum

Grindavíkurbær, Hitaveita Suðurnesja og Bláa Lónið hf. styðja PATH-verkefnið sem er átak ungs fólks í Evrópu sem berst gegn fíkniefnanotkun. Stofnráðstefna PATH var fyrir skömmu haldin á Íslandi. Að því tilefni kom stór hópur ungs fólks frá Evrópu til landsins, til að undirbúa ráðstefnuna, sem haldin var í júlí. Grindavíkurbær, Hitaveita Suðurnesja og Bláa Lónið hf. buðu hluta hópsins til sín í fræðslu og slökunarferð. Hópurinn skoðaði jarðfræðisýningu Hitaveitunnar, „Gjána“, fór í bað í Bláa Lóninu og fékk sér að borða þar. Hópurinn lét mjög vel af heimsókn sinni til Grindavíkur. PATH hópurinn (Pallas Athena Thor) var stofnaður að frumkvæði Jafningjafræðslunnar á Íslandi og er markmiðið að fá ungt fólk um alla Evrópu til að fræða annað ungt fólk um skaðsemi fíkniefna. Nýlega veitti Nelson Mandela, forseti Suður Afríku, félagsskapnum blessun sína.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024