Stútur undir stýri í Reykjanesbæ
Lögreglan á Suðurnesjum tók einn ökumann grunaðann um ölvun við akstur í Reykjanesbæ í nótt.
Lögreglan kærði síðan tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í nótt. Hraði bifreiðanna mældist vel yfir hámarkshraða eða 38 og 42 km/klst. yfir. Sá sem ók á 132, eða 42 km/klst yfir hámarkshraða, fær að öllum líkindum 90.000 kr sekt og 3 refsipunkta í ökuferilsskrá.