Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stútur með vínbirgðir í bílnum
Föstudagur 4. maí 2012 kl. 11:33

Stútur með vínbirgðir í bílnum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af ökumanni, konu, sem grunuð var um ölvun við akstur. Aksturslag viðkomandi hafði vakið athygli, ekki síst þegar bílnum var á kafla ekið á röngum vegarhelmingi og á vegstiku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bifreiðin var kyrrstæð þegar að var komið og ökumaðurinn sofandi í henni. Viðkomandi var færð á lögreglustöð og látin sofa úr sér þar. Í bílnum reyndust vera dágóðar vínbirgðir, slatti af fullum og tómum bjórdósum og tveir áteknir pelar af vodka. Ökumanni var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá hafði lögregla afskipti af karlmanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna.