Laugardagur 4. mars 2006 kl. 11:40
Stútur, próflaus og glanni
Eftir miðnætti stöðvaði lögreglan í Keflavík einn ökumann grunaðan um ölvun við akstur og þá var annar ökumaður stöðvaður fyrir að aka sviptur ökuleyfi. Sá þriðji var stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.