Stuttur hluthafafundur
Ný stjórn var kjörin fyrir Keflavíkurverktaka hf. á stuttum og fáorðum hluthafafundi í Keflavík í dag. Í nýja aðalstjórn voru kjörin þau Guðrún S. Jakobsdóttir, Birgir Guðnason, Bjarni Pálsson, Kristinn Bjarnason og Sigurmar K. Albertsson.Í varastjórn Keflavíkurverktaka hf. voru kjörnir þeir Stefán Hilmarsson og Grétar M. Magnússon.
Hluthafafundurinn tók aðeins um 30 mínútur og engar umræður áttu sér stað. Bjarni Pálsson sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri ekki að fara að umbylta fyrirtækinu eins og orðrómur hefur verið um. Þetta er traust félag og ég hef ekki hugsað mér að breyta því. Rekstur Keflavíkurverktaka hefur verið góður og traustur og stefnan verður að viðhalda því“, sagði Bjarni.
Hluthafafundurinn tók aðeins um 30 mínútur og engar umræður áttu sér stað. Bjarni Pálsson sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri ekki að fara að umbylta fyrirtækinu eins og orðrómur hefur verið um. Þetta er traust félag og ég hef ekki hugsað mér að breyta því. Rekstur Keflavíkurverktaka hefur verið góður og traustur og stefnan verður að viðhalda því“, sagði Bjarni.