Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stutt í að hraun renni yfir Grindavíkurveg
Orkuverið í Svartsengi. VF/Ísak Finnbogason
Laugardagur 8. júní 2024 kl. 10:11

Stutt í að hraun renni yfir Grindavíkurveg

Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Þar hefur hraun safnast upp og í morgun jókst framskriðið og ljóst er að hraunstraumurinn rennur ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi.

Stutt er í að hraunið renni yfir Grindavíkurveg og er verið að loka varnargarði þar og búið að loka Bláa lóninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands fyrir stundu.