Stútar undir stýri
	Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um helgina vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum áfengis. Sýnatökur leiddu í ljós að annar þeirra hafði neytt kannabisefna og amfetamíns, auk áfengisins.
	
	Þá  voru tveir ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti og annar þeirra einnig fyrir að tala í síma við aksturinn. Tveir farþegar voru einnig kærðir fyrir að nota ekki bílbelti. Loks var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni. Hann mældist á 124 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetrar á klukkustund.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				