Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sturla GK 12 sigldi á Grimsby og seldi hluta aflans í dag
Mánudagur 2. mars 2009 kl. 17:44

Sturla GK 12 sigldi á Grimsby og seldi hluta aflans í dag

„Það eru einhver ár frá því íslenskt fiskiskip landaði þarna síðast,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, en skip félagsins, Sturla GK 12, seldi í dag 65 tonn af blönduðum afla á fiskmarkaði í Grimsby. Meðalverðið var 264 kr. á kíló. Frá þessu er greint á vef LÍÚ.

Að sögn Eiríks nam heildarverðmæti afla dagsins 17 milljónum króna. Þorskur fór á 275 kr. kílóið að meðaltali og upp í 444 kr. kílóið af stórþorski. Heildarafli Sturlu var 105 tonn og verða 40 tonn seld á morgun. Uppistaðan í sölu dagsins var þorskur og ýsa en uppistaðan í sölu morgundagsins verður þorskur, langa og keila.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eiríkur segir markaðinn á Humber-svæðinu hafa verið mikilvægan íslenskum útgerðum um áratugaskeið. „Við höfum ekki siglt með afla lengi en ástandið á mörkuðum er þannig að okkur ber hreinlega að nýta alla þá valkosti sem gefast í stöðunni. Þetta hefur verið einn okkar allra besti markaður og er það enn,“ segir Eiríkur.

Sturla GK 12 leggur af stað heimleiðis í kvöld. Annað skip Þorbjarnar hf., Ágúst GK 95, er á leið til Grimsby og mun selja þar nk. mánudag.