Sturla Eðvarðsson hættir hjá Samkaup
Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur sagt upp störfum af persónulegum ástæðum. Hann mun starfa hjá fyrirtækinu út júlí. Sturla staðfesti þetta í samtali við VF.
Sturla hefur verið framkvæmdastjóri Samkaupa síðastliðin þrjú ár en var þar á undan verslunarstjóri, innkaupastjóri og rekstrarstjóri um árabil. Hann á því að baki langan og farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu.
Til að byrja með mun stjórnarformaður félagsins, Ómar Valdimarsson, taka við af Sturlu og stýra daglegum rekstri.