Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sturla Eðvarðsson hættir hjá Samkaup
Miðvikudagur 22. júlí 2009 kl. 09:00

Sturla Eðvarðsson hættir hjá Samkaup


Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur sagt upp störfum af persónulegum ástæðum. Hann mun starfa hjá fyrirtækinu út júlí. Sturla staðfesti þetta í samtali við VF.

Sturla hefur verið framkvæmdastjóri Samkaupa síðastliðin þrjú ár en var þar á undan verslunarstjóri, innkaupastjóri og rekstrarstjóri um árabil. Hann á því að baki langan og farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu.

Til að byrja með mun stjórnarformaður félagsins, Ómar Valdimarsson, taka við af Sturlu og stýra daglegum rekstri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024