Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stungu kjöti í bakpoka að verðmæti 6000 kr
Mánudagur 28. ágúst 2017 kl. 10:31

Stungu kjöti í bakpoka að verðmæti 6000 kr

- Óvenju mikið um hnupl í verslunum undandarið

Óvenju mikið hefur verið um hnupl úr verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Í gær var tilkynnt um tvo aðila sem höfðu tekið kjötvörur að verðmæti rúmlega 6000 kr. í verslun og stungið í bakpoka. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð.

Síðastliðinn föstudag hafði lögregla afskipti af tveimur öðrum einstaklingum sem höfðu hnuplað matvöru úr annari verslun að andvirði rúmlega 10.000 kr. Áður höfðu tvö þjófnaðarmál komið upp. Í öðru tilvikinu var um að ræða vörur að andvirði tæplega 15.000 kr. og í hinu varning fyrir ríflega 6000 kr.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024