Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stunginn í hálsinn
Föstudagur 9. nóvember 2007 kl. 09:39

Stunginn í hálsinn

Þrír menn á fertugsaldri voru í gær yfirheyrðir hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna stórfelldrar líkamsárásar sem gerð var á fjórða manninn í heimahúsi í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Maðurinn var stunginn í hálsinn með brotinni flösku. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en mun hafa sloppið við varanlega áverka. Litlu mátti muna að slagæð í hálsi færi í sundur.
Mennirnir sem eru allir á milli þrítugs og fertugs munu ekki hafa komið við sögu hjá lögreglunni áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024