Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stundvísin til fyrirmyndar í Leifsstöð
Þriðjudagur 3. apríl 2012 kl. 10:46

Stundvísin til fyrirmyndar í Leifsstöð



Síðasta sumar stóðst Keflavíkurflugvöllur ekki samanburð við stærstu flugvelli Norðurlanda hvað stundvísi varðar. Þá fóru um það bil níu af hverju tíu vélum í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló og Helsinki í loftið á réttum tíma. Í Keflavík fór hlutfallið niður í 44,5% í júní og hæst upp í rúm 70 prósent í ágúst en vefsíðan túristi.is greinir frá.

Í byrjun þessa árs hafa tafir á millilandaflugi hins vegar verið fátíðar. Seinni hluti marsmánaðar var þar engin undantekning því 94 prósent af vélum Icelandair fóru héðan á réttum tíma og 87 prósent ferða Iceland Express hélt áætlun. Komutímar Icelandair héldu aðeins í um 6 af hverjum 10 tilfellum. Tafirnar voru samt stuttar í mínútum talið.

Nánar á túristi.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024