Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stundaði ítrekað að kveikja í rúlluplasti og vörubrettum
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þriðjudagur 4. febrúar 2014 kl. 08:00

Stundaði ítrekað að kveikja í rúlluplasti og vörubrettum

- Hellti vatni á eldinn þegar hann sá slökkviliðið nálgast.

Tilkynnt var um eld í fyrirtækinu Íslandslaxi í Grindavík í lok síðustu viku. Slökkvilið fór á vettvang. Kom þá í ljós að eldurinn var í námunda við fyrirtækið, en þar hafði einstaklingur sett rúlluplast og ónýt vörubretti í álkar, hellt yfir olíu og kveikt í öllu saman.

Slökkviliðið boðaði lögregluna á Suðurnesjum á staðinn. Kvaðst maðurinn oft hafa gert þetta áður og væri með vatn í fiskikari við hendina ef hætta skapaðist. Hann hefði raunar hellt vatninu á eldinn þegar hann hefði séð slökkviliðið nálgast. Lögregla færði málið til bókar og getur umræddur einstaklingur búist við skaðabótakröfu frá slökkviliðinu, sem hefur ítrekað verið kallað út vegna elds sem tilkynnendur töldu vera í Íslandslaxi, en var þá á vegum mannsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024