Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stunda framúrakstur þrátt fyrir gátstikur
Mánudagur 14. apríl 2008 kl. 16:01

Stunda framúrakstur þrátt fyrir gátstikur

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrátt fyrir að gátstikur hafi verið setta á milli akreina á Reykjanesbraut frá Vogavegi að Grindavíkurvegi, þá eru þeir enn þá til sem stunda háskalegan framúrakstur á þessum kafla.

Lesandi vf.is hafði samband og lýsti því hvernig háskalegur framúrakstur átti sér stað og tekið var framúr þremur bílum þrátt fyrir að stikurnar væru á milli akreina. Sagði lesandinn að fjölmargir hafi verið settir í hættu.

 

Mynd frá Reykjanesbrautinni sem tekin var fyrir helgi. Á milli þessara stika reynd ökumenn nú háskalegan framúrakstur. Víkurfréttamynd: Þorgils Jónsson