Laugardagur 19. mars 2005 kl. 12:44
Stúlka stakk af frá leigubílaskuld í Garði
Á fimmta tímanum í nótt óskaði leigubifreiðarstjóri aðstoðar í Garði en þar hafði stúlka stungið af án þess að greiða ökugjaldið. Ekki tókst að hafa upp á stúlkunni en vitað er í hvaða hús hún fór.