Stúlka framvísaði hassmalli við líkamsleit
Síðdegis í gær stöðvuðu lögreglumenn á eftirliti bifreið sem í voru piltur og stúlka vegna gruns um fíkniefnamisferli. Voru þau handtekin og flutt á lögreglustöð, ásamt bifreiðinni. Við upphaf líkamsleitar framvísaði stúlkan hassmöllu og sögðu þau einnig frá þremur bútum (grömmum) af hassi er væri á heimili þeirra. Ekkert frekar fannst á þeim né í bifreiðinni en á heimili þeirra fannst, auk hassbútanna um 7 grömm af meintu amfetamíni. Þau voru frjáls ferða sinna að lokinni fyrirtöku.