Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stúlka fæddist á Reykjanesbrautinni
Mánudagur 26. ágúst 2013 kl. 16:56

Stúlka fæddist á Reykjanesbrautinni

Stúlkubarn fæddist í sjúkrabifreið á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í morgun. Þetta er annað barnið á þessu ári sem fæðist í sjúkrabifreið á leið til Reykjavíkur frá Suðurnesjum.

Óskað var eftir aðstoð sjúkraflutningamanna frá Brunavörnum Suðurnesja í morgun. Útkallið barst kl. 09:12 vegna konu á Ásbrú sem var komin að því að fæða barn. Sjúkrabíllinn fór fyrst á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem ljósmóðir var sótt og þá var haldið á heimilið á Ásbrú. Þaðan var haldið á Reykjanesbrautina þar sem barnið fæddist svo skömmu fyrir kl. 10 í morgun. Móður og barni heilsast vel.

Eins og áður segir er þetta í annað skiptið á þessu ári sem barn færðist í sjúkrabíl frá Suðurnesjum. Í fyrra tilvikinu kom það í hlut sjúkraflutningsmanna að taka á móti barninu en þeir nutu aðstoðar ljósmóður í morgun.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024