Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stuðningur og þjónusta efld vegna aðstæðna
Mánudagur 27. október 2008 kl. 09:50

Stuðningur og þjónusta efld vegna aðstæðna



Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur opnað samræmt þjónustunet vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu eftir gjaldþrot bankanna. Þjónunstunetinu er ætlað til að auðvelda fólki aðgang að upplýsingum, s.s. með nýju vefsvæði, grænu símanúmeri, fyrirspurnalínu og netspjalli. Þá hafa sveitarfélögin unnið að aðgerðaáætlunum þar sem áhersla er lögð á að standa vörð um grunnþjónustuna.

Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafanna til að mæta ástandinu. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hefur opnað móttöku á bæjarskrifstofunum frá kl. 13 - 15:30 alla virka daga. Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar hefur lagt áherslu á að skólarnir verði öruggt skjól og griðastaður og sérfræðingar skrifstofunnar eru í viðbragðsstöðu.

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga hefur skipulagt félagsþjónustuna þannig að fólk geti talað við félagsráðgjafa á hverjum degi sem svo metur aðstæður hverju sinni og kemur málum í farveg. Fylgst er vel með stöðu mála og brugðist verður við þegar og ef þörf krefur.

Þá hafa kirkjurnar, heilbrigðisstofnanir ásamt ýmsum öðrum félagasamtökum og stofnunum gert ráðstafarnir og eru til taks þegar á þarf að halda.

Sjá nánari upplýsingar hér.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/elg - Sólin kemur upp um síðir.