Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 21. september 2001 kl. 09:13

Stuðningsúrræði fyrir foreldra

Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar mun ásamt Foreldrahúsi (Vímulaus æska) undirrita samning nk. mánudag kl. 10 í Vonarstræti 4b í Reykjavík
Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Árnadóttur, félagsmálastjóra Reykjanesbæjar felur samningurinn í sér þjónustu sem Foreldrahúsið ætlar að veita foreldrum í Reykjanesbæ. „Fólk frá Foreldrahúsinu verður hér með fasta viðtalstíma vikulega, þar sem foreldrum héðan gefst kostur á að hitta ráðgjafa og einnig að hitta hvert annað á hópfundum eða smærri fundum. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar leggur til húsnæði“, segir Hjördís.
Þetta er samstarfsverkefni þessara aðila. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjaensbæjar hefur góða reynslu af samstarfi við Vímulausa æsku og lítur á Foreldrahúsið sem stuðningsúrræði við foreldra barna í vímuefnavanda.
„Staðreyndir sýna að foreldrar af Suðurnesjum sækja mjög mikið þjónustu til Foreldrahússins og er þetta viðleitni til að gera þeim það auðveldara“, segir Hjördís að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024