Stuðningsmönnum Njarðvíkur boðið í grillveislu fyrir síðasta leik ársins
Njarðvíkingar leika sinn síðast heimaleik á árinu í Domino´s deild karla gegn Hetti í kvöld, en leikurinn hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni.
Heimamenn hafa blásið til grillveislu klukkutíma fyrir leik og verða hamborgarar grillaðir fyrir stuðningsmenn liðsins. Þar að auki munu framtíðar leikmenn liðsins fjölmenna á leikinn en leikmenn yngri flokka verða liðsmönnum meistaraflokks til halds og traust í grænum búningum í stúkunni að hvetja sína menn áfram.
„Miðherjaborgara“ kalla þeir matseldina í kvöld og vísa þar í yfirkokkinn á grillinu, Friðrik E. Stefánsson. Friðrik hefur í gegnum tíðina verið mikill sælkeri og mun grilla ungnautaborgara frá Kjöthöllinni.