Stuðningshópur séra Sigfúsar hefur ekki sagt sitt síðasta
Stuðningshópur séra Sigfúsar B. Ingvasonar, prests í Keflavíkurkirkju, hefur ekki sagt sitt síðasta. Fyrir páska voru ahentar undirskriftir 4.431 sóknarbarna í Reykjanesbæ til dómsmálaráðherra og biskups, þar sem þess er krafist að séra Sigfús B. Ingvarsson verði skipaður í stöðu sóknarprests.
Þegar búið var að fara yfir listann og hreinsa út tvítekningar og platnöfn stóð eftir 4431 nafn á listanum, sem þýðir að 80% sóknarbarna í Keflavíkursókn vilja fá séra Sigfús sem næsta sóknarprest.
Endanlegt ákvörðunarvald er hins vegar í höndum dómsmálaráðherra og er niðurstöðu í málinu að vænta fyrir lok mánaðarins. Séra Sigfús þjónar áfram yfir páskana og vonuðust stuðningsmenn hans til þess að þurfa ekki að sjá á bak honum í mánaðarlok.
Einn af talsmönnum stuðningshópsins sagði að málinu verði haldið áfram í umræðunni og áfram verði þrýst á ráðherra að hann taki mark á þeim mikla fjölda sem sýnt hefur séra Sigfúsi stuðning.
Þegar búið var að fara yfir listann og hreinsa út tvítekningar og platnöfn stóð eftir 4431 nafn á listanum, sem þýðir að 80% sóknarbarna í Keflavíkursókn vilja fá séra Sigfús sem næsta sóknarprest.
Endanlegt ákvörðunarvald er hins vegar í höndum dómsmálaráðherra og er niðurstöðu í málinu að vænta fyrir lok mánaðarins. Séra Sigfús þjónar áfram yfir páskana og vonuðust stuðningsmenn hans til þess að þurfa ekki að sjá á bak honum í mánaðarlok.
Einn af talsmönnum stuðningshópsins sagði að málinu verði haldið áfram í umræðunni og áfram verði þrýst á ráðherra að hann taki mark á þeim mikla fjölda sem sýnt hefur séra Sigfúsi stuðning.