Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stúdentinn sem gleymdist
Fimmtudagur 13. janúar 2005 kl. 09:13

Stúdentinn sem gleymdist

Þegar Fjölbrautaskóli Suðurnesja útskrifaði nemendur sína nú fyrir jól gerðust þau leiðu mistök að verðlaun eins stúdentsins gleymdst. Það voru verðlaun fyrir afburða árangur í sálfræði sem Marsibil Lillý Guðlaugsdóttir hefði átt að fá. Mistökin uppgötvuðust eftir áramótin og þá hafði skólinn samband við Marsibil sem var að vonum ánægð með fréttirnar, enda búin að vinna hörðum höndum að því að fá þær góðu einkunnir sem færðu henni verðlaunin. Marsibil, sem fékk einnig verðlaun fyrir góðan árangur í dansi, hefur fengið afhenta bókagjöf frá skólanum og unir sér nú vel við lestur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024