Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stuð og friður á opnun sýningar í Duushúsum
Laugardagur 18. júní 2005 kl. 11:33

Stuð og friður á opnun sýningar í Duushúsum

Það var fullt út úr dyrum, furðulegar kynjaverjur og fylgifiskar þeirra leyndust í út um allt. Tekkhúsgögn, diskógólf, litríkur fatnaður, lavalampar, vínilplötur og upp á sviði mátti sjá Rúna Júlíusson og Magnús Kjartansson. Ekki var um tímaflakk að ræða heldur opnun Poppminjasafns Íslands á sýningunni Stuð og friður, tileinkuð áttunda áratugnum í Gryfjunni Duushúsum.

Út um allt mátti sjá skilti þar sem tíundað voru helstu viðburðir þessa ára. Magnús Kjartansson sagði að nauðsynlegt væri að hafa samtímasýningar sem þessa svo munir týndust hreinlega ekki. Viðeigandi væri að hafa hana hér þar sem Keflavík var miðja popptónlistarinnar á áttunda áratugnum.

Það er augljóst á tískustraumum nútímans að tíðarandinn sem var uppi á þessum tíma kemur upp endrum og sinnum. Unga fólkið heldur í þennan tíma með að klæðast mussum og útvíðum buxum. Nú geta ungir sem aldnir séð þennan litríka tíma með að skella sér á sýninguna. Fyrir þá sem ekki voru uppi á þessum tíma er þetta eins nálægt því að upplifa tíðarandann, sér í lagi þegar Rúnar Júlíusson stendur upp á sviði!

Myndir af opnun sýningarinnar má sjá hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024