Strokustúlkur sóttar til Reykjavíkur
Síðastliðið mánudagskvöld kl. 21:00 kom móðir 13 ára stúlku á lögreglustöð og óskaði eftir aðstoð lögreglu við að hafa upp á dóttur sinni sem hafði strokið að heiman. Móðirin hafði ekki heyrt eða séð til dóttur sinnar frá því deginum áður. Við athugun á málinu kom í ljós að vinkona hennar 14 ára hafði einnig strokið að heiman.Morguninn eftir barst ábending móðurinn þess efnis að dóttir hennar væri líklega í ákveðnu húsi í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík fór á staðinn og fundu stúlkunar tvær. Þær voru þar heima hjá þremur piltum sem eru þekktir af lögreglunni í Reykjavík. Stúlkunum var komið til síns heima.