Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Strókavirknin getur færst í aukanna og gosið staðið í dágóðan tíma
Ljósmynd: Ingibergur Þór Jónasson
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 11. júlí 2023 kl. 12:14

Strókavirknin getur færst í aukanna og gosið staðið í dágóðan tíma

Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, gerir gosið við Litla-Hrút að umfjöllunarefni nú fyrir hádegið. Hann segir að líkt og algengt er hefur gosvirknin dregist saman á gosspungunni við Litla-Hrút. Á vefmyndavélum sést meginvirknin um miðbik sprungunnar - svipar öllu til Meradalagossins hvað þetta varðar. Hraunrennsli er talið nálægt 10 rúmmetrum á sekúndu (skv. HÍ) en var margfalt það á meðan öll sprungan (í skástígt hliðruðum bútum) var virk með sína kvikustróka. Gasmengun hefur minnkað verulega í hlutfalli við efnismagn hraunsins sem flæðir á tímaeiningu. Hún getur samt orðið veruleg, allt eftir vindátt og vindstyrk - og efnismagni kviku.

„Þarna getur strókavirknin færst í aukanna og gosið staðið í dágóðan tíma sbr. Geldingadalagosið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annar möguleiki er að gosvirkni minnki á næstu dögum og fjari úr (sbr. Meradalagosið).

Þriðji að nýjar gossprungur opnist norðaustar yfir ganginum sem nær a.m.k. langleiðina að Keili (sbr. Geldingadalagosið - fimm syrpur gígamyndunar).

Með öðrum orðum: Ekkert vitað um framhaldið með vissu, eins og ávallt fyrr,“ skrifar Ari Trausti á Facebook.