Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 22. ágúst 2000 kl. 19:00

Stríðsmaður úr Sandgerði

Pétur Róbert MacIlroy, fyrrum Reynismaður, er að gera það gott í norskum fótbolta um þessar mundir og hefur fengið góða umfjöllun á íþróttasíðum þarlendra dagblaða. Pétur er 17 ára gamall og æfir með unglingaliði Askim en liðið tók þátt í Norway Cup fótboltamótinu sem fram fór í Osló nú í byrjun ágúst. Pétur flutti til Noregs um miðjan júní á þessu ári og komst strax í unglingalið Askim. Í sínum fyrsta leik með liðinu skoraði hann tvö mörk og sömuleiðis í næsta leik. Sunnudaginn 30. júlí hófst Norway Cup, sem stóð yfir í heila viku og þar komst lið Péturs í 16 liða úrslit, sem er lengra en Askim hefur komist áður. Af blaðaumfjöllun má dæma að Norðmenn séu ánægðir með vinnusemi Péturs og kalla hann stríðsmanninn sem aldrei gefst upp.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024