Streethokky og ævintýraleg námskeið í félagsmiðstöðinni Borunni
Í félagsmiðstöðinni Borunni, Vogum verður boðið upp á ævintýralegt leikjanámskeið fyrir 6 til 9 ára krakka. Ungmennin eru mikið á faraldsfæti og heimsækja húsdýragarðinn og Árbæjarsafnið í Reykjavík.
Hægt er að velja á milli námskeiða sem vara í 4 daga námskeið eða 5 daga, fyrstu tvær vikurnar í ágúst.
Þá verður framhald á Streethokky námskeiðinu sem haldið var fyrr í sumar. Nú er hægt að skrá sig á 4 vikna námskeið og verður reynt að enda námskeiðið á mót þar sem lið frá Grindavík, Vogum og Reykjavík keppa saman. Allur búnaður fæst í félagsmiðstöðinni.
Skráning í leikjanámskeið og Streethokky stendur yfir í síma 424 6882 og 8984754.
VF-mynd úr safni