Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Straumurinn liggur til Suðurnesja
Þriðjudagur 29. janúar 2008 kl. 13:41

Straumurinn liggur til Suðurnesja

Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað mest allra landsmanna á tímabilinu 2002 til 2007, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Suðurnesjamönnum fjölgaði um 22% á þessu tímabili. Á sama tímabili er heildarfjölgun landsmanna 8,6%. Fjölgunin er þrátt fyrir að varnarliðið hafi farið af landi brott og margir misst atvinnu af þeim sökum.

Fjölgun íbúa Austurlands nemur 20% á tímabilinu, og voru stóriðjuframkvæmdir þó ekki hafnar í upphafi þess og íbúum í fjórðungnum hafði fækkað nokkuð undir lok liðins árs í kjölfar þess að framkvæmdir hafa dregist saman.

Suðurland er í þriðja sæti með um 8% fjölgun og höfuðborgarsvæðið í fjórða sæti með um 7%. Íbúum hefur fækkað á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum, segir í frétt Viðskiptablaðsins.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024