Strandveiðibátarnir á sjó í blíðunni í Grindavík
Það voru fleiri bílar við smábátahöfnina í Grindavík í morgun (6.júlí) en bátar í höfninni en í blíðu eins og er í dag, keppast strandveiðihetjurnar við að sækja hafið. Tíu þúsund tonna kvótinn sem var leyfður er langt kominn og ætti að klárast í næstu viku en smábátasjómenn hafa óskað eftir auknum kvóta og ætti það að koma í ljós á næstunni hvort þeim verði að ósk sinni.
Strandveiðin hefur gengið vel á svæði D sem tilheyrir Suðurnesjum en minna hefur verið að frétta fyrir norðaustan á C svæði en til þessa hefur fiskurinn þar verið horaður og því ekki mjög verðmætur. Sjómenn á því svæði hafa kallað eftir breytingum á kerfinu.
Hins vegar voru mörg stóru skipanna sem eru í eigu Þorbjarnar, Vísis og Gjögurs, bundin við bryggju en algengt er að þessi skip taki frí í júlí og jafnvel fram í ágúst en nýtt kvótaár hefst alltaf 1. september.