Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Strandveiðibát bjargað skammt frá landi í Garði
Björgunarskipið komið með strandveiðibátinn í tog en haldið var til hafnar í Sandgerði. VF/Hilmar Bragi
Mánudagur 13. maí 2024 kl. 22:14

Strandveiðibát bjargað skammt frá landi í Garði

Upp úr klukkan þrjú í dag var áhöfn björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein kölluð út vegna aflvana strandveiðibáts rétt út af Garðskaga.

Skipverji hafði varpað akkeri til að forðast að reka í land. Báturinn var skammt frá landi þegar áhöfn björgunarskipsins náði að koma taug í hann. Haldið var til Sandgerðis og tók siglingin þangað rúma klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkuð hvasst var í dag við Garðskaga og álandsvindur, þannig að bátinn rak hratt að landi. Verkið var vandasamt fyrir áhöfn björgunarskipsins, sem óttaðist um tíma að illa gæti farið. Verkið leystist þó farsællega og allir komu heilir heim.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Hannes Þ. Hafstein hafði tekið bátinn í tog. VF/Hilmar Bragi

Við komuna til Sandgerðis undir kvöld.