Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Strandleið skal hún heita
Miðvikudagur 28. október 2009 kl. 09:35

Strandleið skal hún heita


Nýja gönguleiðin meðfram ströndinni frá Gróf að Stapa hefur fengið nafnið Strandleið að undangenginni skoðanakönnun meðal íbúa.

Alls bárust yfir 80 hugmyndir frá íbúum og voru 20 þeirra settar í skoðanakönnun á vefinn þar sem fólk gat látið álit sitt í ljós. Að lokum voru tillögurnar skornar niður í 6 og var niðurstaðan sú að Strandleið ætti best við til þess að lýsa þessari gönguleið sem er um 10km löng.

Gönguleiðin var formlega opnuð á síðastliðinni Ljósanótt en sett hafa verið upp upplýsingaskilti á leiðinni um fuglalíf við strandlengjunna auk söguskila sem segja frá útræði við ströndina.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Hluti göngustígsins liggur um Vatnsnesið.