Strandaglópar í Leifsstöð: Við viljum koma aftur til Íslands
Um sjö þúsund farþegar eru strandaglópar á Íslandi í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Nokkrir farþegar voru í Leifsstöð í hádeginu að fá upplýsingar um stöðuna í fluginu og voru þrátt fyrir ástandið jákvæðir eftir skemmtilegt frí á Íslandi.
Hjónin Lee Jepsen og Sally Sharp frá Salt Lake City í Bandaríkjunum höfðu ekki miklar áhyggjur af seinkun á þeirra flugi en vonuðust þó til að komast heim sem fyrst. Þau sögðu að landið væri stórkostlegt og þrátt fyrir þessa uppákomu myndu þau hafa áhuga á að koma aftur til landsins. „Þetta er jú land íss og elds er það ekki? Við áttum hér skemmtilega tíma og landið er mjög fagurt og áhugavert,“ sögðu þau.
Fáir voru á ferli í Leifsstöð. Ræstingafólk við skúringar og starfsmenn Icelandair þjónustuðu nokkra farþega varðandi upplýsingar um flug. Ein dönsk hjá með kaffibolla hjá kaffihúsi Kaffitárs. „Við áttum yndislega tíma í afmælisferð eiginmannsins hér á Íslandi. Nú þurfum við bara að redda okkur gistingu í nótt og hringja í vinnuna okkur og segja að okkur muni eitthvað seinka,“ sögðu dönsku hjónin Mikael og Anette Rasmussen í viðtali við VF.
-