Miðvikudagur 12. mars 2008 kl. 09:22
Strandaði í Sandgerði
Allt fór vel og engan sakaði þegar línubáturinn Björgmundur ÍS tók niðri á sandrifi á leið út frá Sandgerði snemma í morgun. Báturinn sat fastur á rifinu og komu félagar úr björgunarsveitinni Sigurvon til hjálpar. Báturinn náðist á flot og er óskemmdur. Björgmundur er 15 tonn, smíðaður úr plasti.