Strætóferðir á flugstöðina nausynlegar
Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar telur ferðir almenningsvagna milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæjar afar þýðingarmiklar fyrir þjónustustig bæjarins, sérstaklega m.t.t. atvinnulífs og starfsmanna flugstöðvarsvæðisins. Ráðið leggur áherslu á að þessum samgöngum verði haldið áfram. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vísaði málinu til bæjarráðs á fundi sínum í síðustu viku.