Strætó fær góðar viðtökur
Rúmlega 1200 farþegar nýttu sér strætóferðir milli Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar fyrsta mánuðinn en ferðirnar hófust um mánaðamótin september – október. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Sandgerðisbæjar, Garðs, SBK og Hópferða Sævars um aukna tíðni strætóferða á milli þessara byggðalaga. Um tilraunaverkefni er að að ræða sem verður endurskoðað um áramótin með tilliti til nýtingar. Strætisvagnaferðirnar eru fríar en boðið er upp á 53 ferðir í hverri viku.