Strætó bs: Reykjanesbær-Höfuðborgarsvæðið raunhæfur möguleiki
Forsvarsmenn Strætó bs telja líkur á því að strætisvagnasamgöngur geti hafist milli Reykjanesbæjar og Höfuðborgarsvæðisins á næstu misserum, jafnvel síðsumars eða á haustdögum.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á strætisvagnaferðum milli Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins Í bókun Sjálfstæðisflokks frá sama fundi kemur fram að mikil fjölgun íbúa í Reykjanesbæ, sem margir sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins, styttri tími í akstri vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar og aukinn fjöldi háskólanema í Reykjansebæ sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu, gefi tilefni til að kanna hvernig sé unnt að fjölga ferðum á milli þessara staða.
„Við erum áhugasamir um að skoða þessa hluti, enda hefur gengið vel að samræma leiðakerfið innan byggðasamlagsins á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Hörður Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við Víkurfréttir.
„Þróunin á þessu sviði hefur hins vegar verið þannig að nú er allt suðvesturhornið orðið sama atvinnu- og námssvæðið. Einnig hafa ferðir okkar til Akraness gengið framar vonum en það liggja margir þættir að baki slíku verkefni,“ sagði Hörður.
Að lokum sagði Hörður, aðspurður, að með vilja og samvinnu allra aðila og öruggum vinnubrögðum væri jafnvel mögulegt að hefja ferðir á milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar síðasumars eða næsta haust.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á strætisvagnaferðum milli Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins Í bókun Sjálfstæðisflokks frá sama fundi kemur fram að mikil fjölgun íbúa í Reykjanesbæ, sem margir sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins, styttri tími í akstri vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar og aukinn fjöldi háskólanema í Reykjansebæ sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu, gefi tilefni til að kanna hvernig sé unnt að fjölga ferðum á milli þessara staða.
„Við erum áhugasamir um að skoða þessa hluti, enda hefur gengið vel að samræma leiðakerfið innan byggðasamlagsins á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Hörður Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við Víkurfréttir.
„Þróunin á þessu sviði hefur hins vegar verið þannig að nú er allt suðvesturhornið orðið sama atvinnu- og námssvæðið. Einnig hafa ferðir okkar til Akraness gengið framar vonum en það liggja margir þættir að baki slíku verkefni,“ sagði Hörður.
Að lokum sagði Hörður, aðspurður, að með vilja og samvinnu allra aðila og öruggum vinnubrögðum væri jafnvel mögulegt að hefja ferðir á milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar síðasumars eða næsta haust.