Strætisvagnamiðstöð standsett við Grænás
Áætlanaferðir Reykjanes Express milli Háskólasvæðisins á Keflavíkurflugvelli og höfuðborgarinnar hófust með óformlegum hætti í dag, miðvikudag, en fyrr í vikunni fékk Reykjanesbær til afnota hús við Grænáshlið sem mun gegna hlutverki biðskýlis og verður það opið farþegum á áætlunartíma, frá 7.30 að morgni fram að kl. 24:00. Áætlunin verður svo tekin formlega í notkun þann 27 ágúst.
Flugmálstjórn á Keflavíkurflugvelli afhenti Kaceco skýlið eftir að notkun þess var hætt og þeir tóku í notkunn nýtt hús við hlið inn á flugverndarsvæðið. Þróunarfélagið á Keflavíkurflugvelli, Kadeco leggur skýlið til fyrir Reykjaens Express og var það afhent í upphafi vikunnar.
Við það tækifæri voru komin saman þau Ásmundur Friðriksson og Siríður Jóna Jóhannesdóttir frá Reykjanesbæ, Guðlaugur Sigurjónsson frá Kadeco og Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri.
Alls verða farnar 9 ferðir á dag á vegum Reykjanes Express, en þar af fara 3 ferðir um íbúasvæðið. Ferðum hefur verið fjölgað nokkuð til að koma til móts við þarfir farþega. Fargjald námsmanna sem stunda nám utan svæðis hefur verið stórlega lækkað og greiða allir námsmenn 350,- krónur fyrir pr. ferð. Lækkun fargjaldsins er tilraun til að fjölga farþegum á þessari leið og gildir til að byrja með til áramóta.
VF-mynd/Þorgils