Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Strætisvagnaferðir milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kannaðar
Föstudagur 24. febrúar 2006 kl. 15:26

Strætisvagnaferðir milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kannaðar

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum  í gær að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á strætisvagnaferðum milli Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við Strætó Reykjanes og Strætó bs. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjanesbæjar.

Í bókun Sjálfstæðisflokks kemur fram að mikil fjölgun íbúa í Reykjanesbæ, sem margir sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins, styttri tími í akstri vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar og aukinn fjöldi háskólanema í Reykjansebæ sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu, gefi tilefni til að kanna hvernig sé unnt að fjölga ferðum á milli þessara staða.

Sem kunnugt er býður Strætó Reykjanes ókeypis ferðir á milli bæjarhluta í Reykjanesæ en tenging við höfuðborgarsvæðið hefur verið með áætlunarferðum SBK.

Með því að tengjast strætisvagnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu „verður unnt að bæta þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar. Einnig væri tækifæri til að auka tíðni ferða til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar".

Af vefsíðu Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024