Strætisvagnaferðir milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kannaðar
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á strætisvagnaferðum milli Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við Strætó Reykjanes og Strætó bs. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjanesbæjar.
Í bókun Sjálfstæðisflokks kemur fram að mikil fjölgun íbúa í Reykjanesbæ, sem margir sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins, styttri tími í akstri vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar og aukinn fjöldi háskólanema í Reykjansebæ sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu, gefi tilefni til að kanna hvernig sé unnt að fjölga ferðum á milli þessara staða.
Sem kunnugt er býður Strætó Reykjanes ókeypis ferðir á milli bæjarhluta í Reykjanesæ en tenging við höfuðborgarsvæðið hefur verið með áætlunarferðum SBK.
Með því að tengjast strætisvagnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu „verður unnt að bæta þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar. Einnig væri tækifæri til að auka tíðni ferða til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar".
Af vefsíðu Reykjanesbæjar
Í bókun Sjálfstæðisflokks kemur fram að mikil fjölgun íbúa í Reykjanesbæ, sem margir sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins, styttri tími í akstri vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar og aukinn fjöldi háskólanema í Reykjansebæ sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu, gefi tilefni til að kanna hvernig sé unnt að fjölga ferðum á milli þessara staða.
Sem kunnugt er býður Strætó Reykjanes ókeypis ferðir á milli bæjarhluta í Reykjanesæ en tenging við höfuðborgarsvæðið hefur verið með áætlunarferðum SBK.
Með því að tengjast strætisvagnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu „verður unnt að bæta þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar. Einnig væri tækifæri til að auka tíðni ferða til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar".
Af vefsíðu Reykjanesbæjar