Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Stórvirkar vinnuvélar loka Keflavíkurflugvelli
    Stórvirk vinnuvél með snjótönn lokar girðingunni að utanverðu. Unnið að mokstri fyrir innan.
  • Stórvirkar vinnuvélar loka Keflavíkurflugvelli
    Lok, lok og læs!
Þriðjudagur 10. janúar 2017 kl. 09:45

Stórvirkar vinnuvélar loka Keflavíkurflugvelli

- snjósöfnun rauf gat á flugvallargirðinguna

Stórvirkar vinnuvélar loka nú gati á girðingu umhverfis Keflavíkurflugvöll til að tryggja að óprúttnir aðilar komist ekki óséðir inn á flugvallarsvæðið.

Auðveldlega hefði mátt komast í gegnum girðinguna síðustu daga eftir að snjósöfnun af flughlaði losaði girðingarnetið. Svæðið sem um ræðir var áður innan flugvallarsvæðisins en nú hefur girðingin sem er umhverfis Keflavíkurflugvöll verið færð að hluta. Þar með er girðingin sem fjallað er um í þessari frétt komin með það hlutverk að verja flugvöllinn.

Sú breyting varð um jólin að gamla Grænáshliðið, kallað silfurhlið, var fært upp að flughlaðinu við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Nú stendur Grænáshliðið því opið fyrir allri umferð og flugvallargirðingin hefur verið færð til. Þegar hlið opnast fara forvitnir á stjá til að skoða það sem þar var fyrir innan.

Það var einmitt forvitinn vegfarandi sem vakti athygli Víkurfrétta á því að flugvallargirðingin væri rofin á kafla og hver sem vildi gæti komist inn á flughlaðið og flugvallarsvæðið.

Athugun blaðamanns staðfesti það. Haft var samband við Isavia. Þar á bæ vissu menn ekki um gatið á girðingunni en brugðust fljótt við. Fyrst var sett vakt við girðinguna og í gærkvöldi var farið í að moka snjó frá girðingunni svo hægt væri að gera við hana. Þá var stórvirkum vinnuvélum ekið upp að girðingunni til að loka gatinu þar til girðingarnetið yrði fest að nýju. Keflavíkurflugvöllur ætti því að vera öruggur að nýju.

Myndirnar voru teknar í gærdag og gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi

Girðingarnetið var gapandi á stóru svæði og þar var greið leið inn á flugvöllinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Snjósöfnun við girðinguna varð þess valdandi að hún rofnaði á kafla.