Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 27. nóvember 2000 kl. 10:39

Stórveldin í hverfaverslun í Keflavík

Matvöruverslunarstórveldin tvö, Kaupás og Baugur, munu frá og með næstu helgi bæði verða í hverfisverslun í Keflavík. Verslunarkeðjan 10-11 mun opna nýja verslun í Keflavík nk. laugardag og fyrr á árinu opnaði Nóatún matvöruverslun í miðbæ Keflavíkur. Stórveldin tvö eru þarna komin í harða samkeppni við Samkaupsveldið sem rekur bæði Samkaups- og Sparkaupsverslanir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Ljóst er að hinn almenni neytandi ætti ekki að vera í teljandi erfiðleikum að fá mjólkina og brauðið. Nýja verslunin við Hafnargötuna er opin eins og nafnið gefur til kynna til ellefu á kvöldin. Nóatún er opið til níu og Sparkaupsverslanirnar eru opnar til 10. Samkaup lengdi nýverið opnunartímann til kl. 19 öll kvöld vikunnar og þá eru ótaldar allar aðrar hverfisverslanir í Reykjanesbæ sem eru opnar til 10 öll kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024