Stóru gasgrilli stolið
Lögreglunni í Keflavík var í gær tilkynnt um þjófnað á gasgrilli við íbúðarhúsnæði á Suðurgötu 29 í Keflavík. Um er að ræða stórt gasgrill þannig að þjófurinn hefur væntanlega verið á sendibifreið eða á bifreið með kerru. Þjófnaðurinn átti sér stað um helgina. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið vinsamlegast hafið samband við lögreglu.